Saturday, May 29, 2004

Jæja þá er ég komin frá höfuðstaðnum, ferðin hófst eldsnemma á fimmtudagsmorgni og eftir stutt flug og enn styttri lestarferð komum við (ég og Guðrún) á áætlaðan lendingarstað Huddinge. Þegar þangað var komið tók þessi líka svaðalega kú á móti okkur og gaf okkur drykkjarjógúrt sem hún var kynna, ylvolgt úr spenanum, við sem búum í skútubænum Karlskrona áttum nú ekki von á svona móttökum og rákum því upp frekar stór augu þegar við sáum þetta fyrirbæri. Við vorum nú frekar sáttar eftir kynninguna og sáum að við vorum greinilega komin í stórborg, því gjörgæslan sem við skoðuðum (er reyndar nýuppgerð) tekur á móti 16 sjúklingum og hefur hver sjúklingur 25 fermetra til umráða- við vorum frekar impaðar yfir því hversu fínt og flott allt var og erum verulega farnar að íhuga að bæta gjörgæslunáminu við okkar svæfingarnám. Þegar við vorum búnar að fá nóg af Huddinge héldum við yfir til Uppsala og fengum að gista 2 nætur hjá Jóu, Gísla og gaurunum og hér með þakka ég þeim enn og aftur fyrir góðar móttökur. Við erum alla vega búnar að hafa það rosalega gott, verst hvað Guðrún telur mig hafa slæm áhrif á sig því hún hafi verslað svo mikið=( en ég var nú fljót að snúa því við og segja henni að þetta þyrftum við nú bara að gera oftar, yfirgefa skútubæinn og fara í eitthvert stærra þorp og eyða aðeins peningum það væri bara hollt fyrir okkur.
Annars eru bara 4 dagar þar til ég kem heim í sumarfrí
Hlakka til að sjá sem flesta
Anna Dóra

No comments: