Var ég nokkuð búin að segja ykkur frá netta sjokkinu sem ég fékk um daginn. Ég sat í rólegheitunum í sófanum að lesa blaðið þegar ég heyri allt í einu bank á svalagluggann. Þar sem ég bý á annarri hæð varð mér frekar hverft við þegar ég lít upp og stari KÖTT sem situr á gluggasyllunni. Ég varð þá auðvitað að kíkja út til að sjá hvaðan kisi litli kom, hann notaði náttúrulega tækifærið og skaust inn til mín =) ég sótti nú kisa og fór með hann út á svalir aftur þar sem ofnæmið mitt þolir ekki kisu innandyra. Ég þurfti ekki að velta mér lengi uppúr því hvaðan kisi kæmi því hann gerði sér lítið fyrir, hoppaði uppá handriðið og yfir á næstu svalir. Þar sem ég er nú svo mikið gæðablóð =) var ég fyrst alveg miður mín hvað ég ætti að gera við kisa því hann var ómerktur og ekki gat ég bara hent honum út á götu=( og ekki gat ég haft hann hjá mér þar sem ég fann að það var stutt í öndunarörðugleika. Þannig að þið getir rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð að hann kom úr næstu íbúð. Ég hef allavega ekki rekist á kisa aftur þannig að ég vona að nágrannarnir passi betur uppá hann.
Kveðja í bili
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment