Tuesday, August 29, 2006

Þá er maður kominn heim frá höfuðstaðnum. Við fórum til Stokkhólms sl. laugardag og tókum því rólega fyrir hlaupið. Á sunnudeginum var svo sjálft hlaupið, ég var með nettan fiðring í maganum ekki nema 22. þús spriklandi kellur allt í kringum mann. Ég var eitthvað svo niðursokkin í eigin hugarheimi (eins og oft áður) að áður en ég vissi var ég farin að tala íslensku við Josefin, þetta er í fyrsta skipti sem ég ruglast svona=) Alla vega svo hófst hlaupið og ég hljóp á 81 mín og er hrikalega ánægð með sjálfa mig, er varla kominn niður á jörðina. Eftir hlaupið fórum við svo að sjá Mamma Mia, abbashow sem er bara snilld. Á meðan flestir hlupu svo á milli búða á mánudeginum (til að geta keypt sem mest áður en haldið yrði heim um kl 15) vorum ég og Josefin bara menningarlegar. Við fórum á Östermalm, fíkuðum (sátum á kaffihúsi og horfðum á mannlífið), löbbuðum að konungshöllinni og sáum lífvarðaskiptin og kíktum á sýningu af þeim kjólum sem drottningin hefur notað við afhendingu nóbelsverðlaunanna. Röltum svo aðeins í Gamla stan áður en við hittum hinar skvísurnar.
Best að reyna að komast niður á jörðina
puss o kram
Anna Dóra

No comments: