Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Eins og það var langt þangað til að ég færi í sumarfrí þá fer barasta að koma að því. Fyrst kemur Helga Dís til mín, núna á laugardaginn og verður í nokkra daga. Aldrei að vita nema ég keyri hana niður til Kaupmannahafnar á miðvikudeginum og við eyðum deginum saman við að gera það sem við erum ansi duglegar við AÐ VERSLA og svo kannski bara út að borða áður en ég fer heim aftur. Er nefnilega á kvöldvakt daginn eftir. Svo eftir það er það að hlaupa í Stokkhólmi og svo bara viku síðar er það ÁSTRALÍA. Er búin að fá ferðaáætlun frá Jessicu, við töluðum við fyrirtæki sem vinnur við það að setja saman ferðir fyrir bakpokaferðalanga og þar sem við höfum bara 4 vikur er ágætt að láta aðra sjá um skipulagið og við getum séð um skemmtunina.
Svona lítur ferðaáætlunin út
7 - 9/9 Sydney
10 Flug frá Sydney till Melbourne.
10 - 13 Melbourne
14 - 16 Melbourne till Adeleide 3ja daga ferð með rútu.
17-18 (natt) Adelaide till Alice Springs, lestarferð
19 - 21 Uluru och Outback tour, fattiði hvað þetta verður gaman, ferð með frumbyggjum.
22 Alica Springs till Cairns, flug
23 River rafting, heill dagur
24 - 25 Cape tribulation go wild tour, í regnskóginum
25 - 26 Cairns till Airlie (natt)
28 - 30 Whitsunday sailing, á lúxussnekkju, 2 nætur og 3 dagar, heitur pottur um borð, hægt að hoppa frá borði og snorkla og bara almennt að njóta lífsins
30 - 1/10 Airlie till Fraiser (natt)
1 - 3 Fraiser Island tour, þetta er hálfeyja úr sandi, þarna verður leigður jeppi og keyrt um eyjuna, og bara leikið sér.
4 flug till Sydney
5 ég flýg heim til Karlskrona
Finnst ykkur þetta ekki hljóma spennandi og skemmtilegt, ég á alla vega erfitt með að hemja mig:-)
Þið getið kíkt nánar á þessa staði á http://www.australienguiden.se
Love
Ein sem iðar í skinninu eftir að komast í sumarfrí.
No comments:
Post a Comment