Monday, October 25, 2004

Góðan og blessaðan daginn og sælt veri fólkið, allt gott að frétta síðan síðast, orðin árinu eldri, veit nú ekki með vitrari en það á allt eftir að koma í ljós á komandi mánuðum.
Skellti mér í ræktina í morgun til að losa um helgarsamviskubitið og gerði mér lítið fyrir og pantaði mér tíma hjá sjúkraþjálfaranum til þess að hjálpa mér að setja saman æfingaprógram sem ég get þá farið eftir. Þó svo að ég kunni á flest þessarra tækja þá getur nú verið ágætt að fá smá sérfræðiálit á þessu öllu saman og ég held að ég fái svo meira út úr æfingunum ef ég fer að gera allt rétt eller hur. En lífið heldur áfram að ganga sinn vanagang hér á Snapphanevägen, ég mæti í skólann, læri (þykist alla vega gera það) og tek einstaka aukavaktir- maður getur nú ekki alveg sleppt kontaktinum við deildina, það var einmitt hringt í mig áðan og hvað haldiði mér voru boðnar kvöldvaktir sem ég þakkaði kærlega fyrir, skemmtileg tilbreyting frá næturröltinu.
Ætla að skella mér út að borða á miðvikudaginn með deildinni, erum að halda uppá 4 stórafmæli, það verður farið á gríska uppáhaldsveitingahúsið mitt hér í bænum, hlakka til.
Þar til næst, verið dugleg að hreyfa ykkur
Anna Dóra

No comments: