Svíi eða................
Skellti mér aðeins út á lífið með Huldu í gær, við kíktum nema hvað á Schlagerbaren og ég komst að því að ég er engu skárri en Svíarnir þegar kemur að Eurovision, ég alveg tryllist þegar Carola verður Fångad av en storvind eða þegar Herreys byrja með sitt diggiloo diggiley ég verð víst bara að horfast í augu við það að ég er Eurovisionfan best að ræða þetta við stelpurnar á eftir og heyra hvernig þeim lítist á eins og eitt stykki Eurovisionpartý þann 21. maí og hvetja hinn sykursæta Martin Stenmark (held hann sé ekki tengdur skíðakappanum þannig að ekkert ojojojojojojoj þegar hann stígur á svið í Kænugarði).
Er með lamb í ofninum og lyktin er að gera mig brjálaða, ég get ekki beðið eftir að fá að borða á eftir, vona bara að stelpunum finnist þetta gott.
Jæja er að hugsa um að búa til súkkulaðimús handa þeim í eftirrétt, þá verður alla vega eitthvað smáræði sem þær geta borðað ef þær falla ekki fyrir lambinu. =)
Hej då
Anna Dóra ofurkokkur c",)
No comments:
Post a Comment