Tuesday, March 29, 2005

Jæja þá er maður kominn heim aftur- þið vitið hvað þeir segja fínt að fara í burtu en heima er best.
Londonarferðin var æðisleg gott veður, yndislegt bara að vera léttklæddur úti og ekkert stress. Hér fáiði smá innsýn í það sem við gerðum
* Skoðuðum Kensington höllina þar sem Díana bjó
* Löbbuðum að Stanford Bridge heimavelli Chelsa
* Fórum í rútuferð með leiðsögumanni um London- mæli með því
* Fórum í smá siglingu á Thames ánni, ekkert nema frábært
*Fórum í London eye- risa parísarhjól á bökkum Thamesárannir og sáum yfir stóran hluta borgarinnar, var reyndar að spá hvort Bretar væru making mockery af Frökkum með því að vera með svona risaparísarhjól í London?
* Fórum á markað í Campden sem mér fannst gaman en Maggi og pabbi voru á því að ég væri að draga þá inn á sögusvið Olivers Tvist þ.e. vasaþjófar útum allt.
* Fórum á Lion King söngleikinn sem var barasta æðislegur
* Fórum á Madam Tussaud og þar var Maggi tekinn í misgripum fyrir vaxdúkku, annaðhvort er hann svona gervilegur eða dúkkurnar svona raunverulegar

Annars hefðuð þið átt sjá hótelherbergið mitt, eina herbergið á hæðinni, inngangurinn að hurðinni var eins og frímerki þannig að ég þakkaði nú fyrir að vera ekki mikið stærri en ég er!!!
Þannig að ég skildi betur af hverju galdraskólinn í Harry Potter er svona skrýtinn eins og hann er.
Annars er Maggi hetja ferðarinnar, við fórum á Pakistanskan veitingastað og Maggi sem aldrei þessu vant var ekki mjög svangur pantaði sér þessa líka girnilegu grænmetissúpu sem var hrikalega græn og full af baunum og vitiði hvað hann kláraði hana- vel upp alinn drengur þar á ferð.
Jæja vona að ég hafi ekki gleymt miklu bið að heilsa í bili
Desperate housewifes að byrja
Anna Dóra

No comments: