Stelpan á leiðinni til London!!!
Jú þið lásuð rétt, stelpan er á leiðinni til London og ætlar að vera flott á því. Fer á skírdag eftir vinnu niður til Köben og gisti eina nótt og tek svo flugið snemma á föstudagsmorgninum til London þar sem ég ætla að hitta mömmu, pabba, Magga og Helgu Dís og vera með þeim yfir helgina og fljúga svo heim á annan í páskum. Ekki bagalegir páskar þetta eller hur.
Í dag var síðasti dagurinn í aðlögun í vinnunni þannig að á mánudaginn er það Anna Dóra sem ræður, handleiðarinn minn var nú svo sæt og hringdi í mig áðan (hún var úti með sjúkrabílnum þegar ég fór heim) og var bara að spá hvernig þetta legðist nú í mig og aðeins að gefa mér góð ráð- það væri ég sem stjórnaði ekki sjúkraliðarnir en hún sagðist hafa verið svipuð þegar hún byrjaði að þegar svæfingalæknirinn sér um að svæfa þá eigi ég ekki að bakka og hleypa sjúkraliðunum framfyrir mig en vissar hafa þann leiða óvana að halda að þær séu barasta svæfingalæknar held ég því þær hafa unnið í 30 ár á svæfingunni. Nei nú er bara að standa föst fyrir og sýna þeim að núna er það víkingurinn sem ræður.
kram, kram
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment