Saturday, November 15, 2003

Halló halló, þá er maður kominn heim aftur, það var æðislegt í Uppsala, að sjálfsögðu er alltaf gaman að hitta vini sína en svo er líka skemmtilegt að skoða sig um í nýju umhverfi. Ég fór einmitt í svona ekta túristaferð um bæinn, gekk um með bakpokann minn og myndavélina og skoðaði það sem varð á vegi mínum, tók meira að segja sjálfsmynd, er nebbnilega nýbúin að uppgötva takkann á myndavélinni sem gerir manni kleift að vera sjálfur með á myndunum- þetta var rosalega gaman. Svo fór ég að skoða í Ikea með Jóhönnu, það er bara nauðsynlegt fyrir sálina að komast í Ikea öðru hvoru, aðeins að skoða sig um og svo var komið fullt af jólavörum. Vi' fórum reyndar ekki inní Stokkhólm en það bíður betri tíma, þá fara Anna Dóra og Jóhanna og setja svip sinn á bæinn sem verður að sjálfsögðu ekki samur á eftir. Versta við ferðina var hvað það tekur langan tíma að komast þangað með lestinni, rúmir 5 tímar og það liggur við að maður sé eins og svíarnir segja helt slut eftir svona langa setu, alla vega það verður flogið í næstu heimsókn til þeirra.
Í gær var ég búin að vera hér úti í 6 mánuði, ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að líða, ef ég hefði ekki fengið framlengt ráðningarsamningnum og verið búin að ákveða að fara í skóla, þá væri ég að koma heim í næstu viku, mér finnst ég bara ekki tilbúin að fara heim, mér finnst ég eiga eftir að skoða, læra og sjá svo mikið áður en að því kemur.
Bið að heilsa ykkur í bili, verð eiginlega að fara út og versla, ekkert til í kotinu þegar maður hefur verið svona í burtu sjáið til.

No comments: