Ég lenti í hinu undarlegasta ævintýri í dag, í dag var semsagt komið að hinum mánaðarlegu alþrifum á íbúðinni minni, og meðan ég var að þrífa ofninn og eldavélina heyrði ég einhvern smell sem ég gat ekki sett í samhengi við neitt þannig að ég gleymdi því bara, hefði hvort sem er getað komið frá einhverjum nágrannanum. Þegar líða fór á daginn ákvað ég að hita mér smá kvöldmat og vildi ekki betur en svo að smellurinn sem ég heyrði fyrr í dag var öryggið að gefa sig. Þar sem öryggin hérna eru frekar mikið gamaldags það er alla vega ekki svona þægileg tafla eins og hjá mömmu og pabba með nokkrum tökkum nei öryggin eru geymd í einhverskonar hylki sem er skrúfað inní rafmangstöfluna (ég er viss um að Óskar hefur bara lesið um þau í sögu rafmagnsins og síðan verið sendur í vettvangskönnun upp á Árbæjarsafn til að sjá þetta fyrirbæri með eigin augum, gæti reyndar verið að afi myndi kannast við svona öryggi) þannig að ég hringdi á neyðarlínuna Guðrúnu og Eirík til að fá upplýsingar um hvernig ég gæti skipt um öryggi og hvar væri hægt að fá svona. Eiríkur gat nú leiðbeint mér í gegnum símann hvað ég ætti að gera og öryggin ættu nú að vera til í öllum búðum, vantrúa labbaði ég út í búð með öryggið með mér bæði svo ég myndi nú kaupa rétt og þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvað öryggi heitir á sænsku, með vantrúarsvip rétti ég síðan afgreiðslukonunni öryggið og spurði hvort hún seldi svona, jú það reyndist vera og hún var enga stund að bjarga mér. Segiði svo að maður sé ekki alltaf að læra eitthvað nýtt, ég er orðinn snillingur í að bjarga mér, þó það sé alltaf gott að fá aðstoð þegar maður þarf á því að halda
Snilldarkveðjur
No comments:
Post a Comment