Halló halló, þá er maður að fara að leggja af stað í langferð, lestarferð til Uppsala. Ég ætla að fara og heimsækja Jóhönnu, Gísla og gormana. Er í fríi út vikuna og það verður skemmtilegt að skoða sig um í öðrum borgum og bara slappa af og leika sér, lífið er ekki eintóm vinna. Verst hvað lestarferð svona langt tekur langan tíma, rúmir 5 tímar, en þá er bara málið að vera með góða bók, hver veit nema maður geti hallað sér smá stund (líklegt eða þannig, ég er ekki týpan sem get sofið í lestum eða flugvélum). Jæja ætli það sé ekki best að fara og gera sig klára fyrir ferðina og muna eftir myndavélinni svona einu sinni.
By the way, hvernig líst ykkur á nýja lookið á síðunni minni? Bless í bili
No comments:
Post a Comment