Díva eða......
Hvað finnst öllum heima um framlag okkar til Evróvisjón. Persónulega er ég hrifin af laginu og finnst Silvia Nótt frekar fyndin en hvar liggja mörkin fyrir dívur, getur dívan orðið drusla? Núna er mikið í fréttum hérna blótsyrðin í laginu og að aðstandendur keppninnar vilji að textanum verði breytt fyrir fimmtudaginn. Þessi setning the vote is in, I'll fucking win fer mjög svo fyrir brjóstið á aðstandendum keppninnar, svona í seinna lagi finnst mér þar sem það er bara tæp vika í keppnina. Í morgun las ég svo á textavarpinu að ef textanum verði ekki breytt eigi Íslendingar á hættu að verða reknir úr keppninni og hver eru viðbrögð Silvíu jú "I'll fucking sing what I fucking want" því spyr ég hvar eru mörkin hvenær fær maður nóg af dívunni og sniðgengur hana? Silvía Nótt er kannski eins og Selma sagði í þættinum full sigurviss og góð með sig. En svo á hinn bóginn eins og Eiríkur Hauksson sagði annaðhvort elskar maður hana eða hatar hana.
Hvað finnst ykkur, verður Ísland sniðgengið í keppninni eða læra Grikkirnir að taka gríni fyrir fimmtudaginn?
Ein ráðvillt
No comments:
Post a Comment