Sunday, May 21, 2006

Er komið nýtt landslag í Eurovision? Er svo ánægð með að Finnarnir hafi unnið mér fannst þeir ekkert smá góðir. Ég fíla reyndar svona rokkara;-) Svo finnst mér náttúrulega ekkert nema fyndið að Lettarnir hafi komist svona langt. Sá reyndar ekki keppnina í gær, var á djamminu með vinnunni. Það var sírenupartý(blåljusfest) þ.e.a.s. sjúkrabíllinn, slökkviliðið, löggan, bráðamóttakan og að sjálfsögðu svæfingin. Ekkert smá gaman. Það byrjaði á að öllum karlmönnum var safnað saman og þeir látnir fara úr einum skó, sumir reyndar báðum þar sem kvenfólk var í meirihluta. Síðan áttum við að taka skó ég fékk 2 pör og leita svo að eiganda skónna og það var borðfélagi okkar. Ég sat með einum félaga mínum frá svæfingunni og miðaldara slökkviliðsmanni. Svo var bara djammað frameftir og allir skemmtu sér hrikalega vel.

Rock on
Anna Dóra

No comments: