Ótrúlegt litli púkinn minn er orðinn 4ra ára. Hann átti afmæli í gær og að sjálfsögðu hringdi besta frænkan hans og söng fyrir drenginn sinn (veit nú ekki alveg hvað honum fannst um það því mamma hans sagði að hann hefði verið frekar skrýtinn á svipinn) Við ákváðum alla vega í gær að þegar ég kem verður stöðug afmælisveisla, við ætlum að leika okkur saman á hverjum degi.
Er í fríi í dag og það er svo yndislegt veður eða þannig, skýjað, 10°C og ég bara bíð eftir að það byrji að rigna. Ætla reyndar ekki að láta veðrið halda mér inni, ætla út að labba hringinn minn og svo jafnvel að kíkja í smá í búðir, langar í nýjar gardínur í stofuna hjá mér aðeins að fá smá líf þangað inn.
Var í gær hjá vinkonu minni sem var að byrja að selja snyrtivörur frá Mary Kay, fékk smá treatment, hún er ennþá bara með hin ýmsu krem (er svo fín í húðinni í dag og með silkimjúkar hendur) en eftir 3 vikur lærir hún föðrun og að hjálpa fólki að velja þá liti sem hentar þeim og ég var ekki lengi að þakka gott boð um persónulega ráðgjöf í þeim málunum.
þetta varð nú lengra babl en ég æltaði mér
Lifið heil
No comments:
Post a Comment