Komin einu skrefi nær Ástralíu, bókaði ferðina í gær :-) Var svo heppin að ég þarf bara að skipta einu sinni um vél. Flýg til Bankok og þaðan beint til Sydney og svo taka við 4 vikur af skemmtilegheitum. Er búin að fá vinnuskýrsluna fyrir sumarið, og ég fékk vikufrí sem ég bað um núna í júní og kem heim líklegast 9.júní og verð til 18. júní hljómar vel ekki satt. Hlakka til að hitta alla, veit að saumó ætlar að hafa smá hitting. Verð eins og vanalega heima hjá m+p þannig að það er bara að hafa samband.
Var ekki búin að segja ykkur frá nærridauðaupplifuninni minni hérna um daginn, var að fara að sofa þegar ég rek augun í þessa líka risahlussukónguló sem situr á veggnum í svefnherberginu mínu alveg uppvið loftið. Með adrenalínið í botni og öndunina á 100 km/klst byrja ég á að hringsnúast og reyna að ákveða hvað ég eigi að gera, ekki ætlaði ég að sofa hjá kvikindinu. Sæki svo ryksuguna, stend uppi í rúmi 2m frá helv..... (betra að vera í öruggri fjarlægð ef hún skyldi detta á gólfið) og náði henni með ryksugunni :-). Til að vera viss um að hún kæmist nú ekki út aftur setti ég ryksuguna í gang 5x í viðbót svona just in case. Einn vinnufélagi minn sem er ekki hræddur við kóngulær spurði hvort ég héldi að kóngulóin biði þarna á veggnum þar til ég sofnaði og kæmi svo og myndi ráðast á mig. Ég tilkynnti honum bara að ég tæki ekki sjénsinn á því, þá bara hló hann að mér ;-)
Jæja bið að heilsa í bili
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment