Það var ekkert smá gaman hjá mér í gær.
Í gær var opið hús hjá hernum hér í Karlskrona og þeir voru að kynna sína starfsemi og buðu fólki innfyrir hliðin og að sjálfsögðu var ég og Jessica á staðnum. Við röltum þarna um og skoðuðum stríðsbáta og fórum að sjálfsögðu um borð. Kynntum okkur þrengslin í kafbátum (það er ekkert smá sem maður þarf að vera liðugur til að vinna við þessar aðstæður) Horfðum á flugsýningu þar sem herinn sýndi stolt sitt JAS 39 Gripen stríðsflugvél (ekkert smá Top Gun;-þ) þyrluflugmenn voru einnig á svæðinu og léku listir sínar. Einnig kíktum við á köfunaraðstöðuna þeirra en það eru margir Íslendingar sem hafa komið hingað og æft fri uppstigning (veit ekki hvað það er á íslensku) og þar er líka aðstaða til að veita sjúklingum súrefnismeðferð þar fékk ég einmitt einkatúr því að einn sem var að vinna með mér (og farinn að vinna hjá hernum) var á staðnum og sýndi mér vinnusvæðið sitt. Hápunkturinn var svo eiginlega þegar við fórum svo í planetariumið og skoðuðum stjörnuhvolfið. Held barasta að ég geti fundið Karlsvagninn og Pólstjörnuna eftir þetta. Auðvitað skelltum við okkur svo út á lífið í gærkvöldi, síðasti sjéns núna í margar vikur. Jessica fer til Englands í fyrramálið. Við skemmtum okkur svo vel að ég held að við eigum eftir að lifa á þessu kvöldi í langan tíma.
Kveð í bili að hermannasið
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment