Sunday, February 11, 2007

Af sviðahausum og öðrum hausum.

Var boðin í mat til Hrafnhildar og Tómasar í gær. Á boðstólunum voru sænsk heimagerð svið, namm hvað þau voru góð. Við skemmtum okkur stórkostlega og tókum myndir fyrir starfsfélaga okkar. Svíarnir eru frekar fyndnir þegar kemur að okkar matarvenjum. Þegar við tölum um að borða svið eða fårskalle þá sjá þeir fyrir sér atriðið úr Indiana Jones þar sem þeim er boðið uppá chilled monkey brains. Þeir halda í alvöru að á disknum sé barasta meme með ullinni og öllu og við öppnum hnakkann á grey rollunni og borðum heilann með skeið. Ég var svo góð vinkona að ég sendi mynd af kjammanum með mms á hana Jessicu mína og fékk svar um leið að ég hefði eyðilagt matarlystina hjá alllri fjölskyldunni hennar, þau myndu frekar halda sig við heimatilbúna pizzu=)

Af mínum haus er lítið að frétta, er að kanna hvernig ég eigi að nálgast miða á Stuðmenn og Sálina, virðist vera mjög svo skipulagt í kringum ferðir frá Íslandi. Það hlýtur að reddast.

Kveðja
Anna Dóra

No comments: