Saturday, December 17, 2005

Var að lesa jólakort sem ég fékk í gær (já ég les jólakortin um leið og ég fæ þau þar sem ég verð ekki hér á aðfangadag og finnst þau annars óþarfa farangur!!) Hef í sambandi með þetta eina spurningu til ykkar.
Að vera einhleypur er það sama sem hálf fjölskylda? Viðkomandi sendi nefnilega jólasögu með jólakortinu þar sem var talað um að Íslendingafélagið í Karlskrona væri fimm og hálf fjölskylda (ég er þessi hálfa). Mér finnst sjálfri frekar niðurlægjandi að vera kölluð hálf fjölskylda af því að mín "fjölskylda" samanstendur af mér og engum öðrum.
Hvað finnst ykkur, endilega látið mig vita
Ein niðurlægð

No comments: