Sunday, June 25, 2006

Hæ hæ

Ég komst heim á endanum. Eftir aflýstu flugi og seinkunum fékk ég sæti á fyrsta farrými, ekki verra, maður kann bara ekkert á svona, velja mat af matseðli, fá alvöru borðbúnað ekkert plast drasl en ég lét mig nú hafa það svo ég kæmist heim. Ef allt hefði gengið að óskum hefði ég verið komin heim til mín um 2 leytið um nóttina en þar sem flugvélar voru að bila var ég ekki komin heim fyrr en 6 um morguninn og svo mætt í vinnu kl 12, þannig að það varð nú ekkert ógurlega mikið úr fyrriparti vikunnar hjá mér. Er komin inn í sömu gömlu rútínurnar, vinna, sofa, borða, út að hlaupa með þjálfaranum mínum, erum einmitt að auka hlaupin í 2x í viku.
Fagnaði Jónsmessunni með Svíum að þessu sinni á hefðbundinn hátt, var boðin heim til vinkonu minnar, vorum 13 manns með börnum. Átum síld og nýjar karftöflur þar sem það er skylda að taka snafs með síldinni bauð ég uppá ísl. brennivín. Síðan var ráðist í það að tína blóm og trjágreinar og setja saman midsommarstöng sem við dönsuðum svo í kringum. Fengum okkur svo kaffi, skelltum okkur í smá leiki og enduðum svo kvöldið á að grilla. Ekkert smá gaman. Reyndar voru krakkarnir búnir að setja saman smá leiki eftir matinn og m.a. írskt aðfangadagskvöld, þar sem maður hleypur, setur ennið á prik snýr sér í 5 hringi og hleypur til baka (ef maður ratar þ.e.a.s.) eftir snafsana og rauðvínið með matnum var það ekkert alveg gefið get ég sagt ykkur.
Jæja bið að heilsa ykkur, best að skella sér í háttinn, á að mæta á morgunvakt í fyrramálið.
Anna Dóra

No comments: