Tuesday, June 13, 2006

Hæ hæ kannski tímabært að ég skrifi nokkrar línur.

Komst heim að l0kum eftir miklar raunir síðasta föstudag. Ef ég byrja á byruninni þá var ég komin niður með allt og búin að raða í bílinn þegar ég fattaði að ég gleymdi útprentinu af farmiðanum og hljóp upp að sækja það. Svo hófst ferðin. Þegar ég kom til Lundar (búin að keyra í tæpar 2 klst) uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að ég hafði gleymt vegabréfinu mínu heima (Doris í essinu sínu) ;-) ég keyrði útaf við fyrsta tækifæri og hringdi í pabba og spurði í hversu djúpum skít ég væri því ég hefði ekki tíma til að keyra heim og sækja passann. Sá gamli gat nú róað dömuna því við Norðurlandabúar þurfum ekki vegabréf okkar á milli, nægir að vera með skilríki með mynd. Áfram hélt ferðin og ég fann bílastæðið sem ég ætlaði að leggja á í Malmö án vandræða og kom mér í lestina yfir á Kastrup. Skelli mér þar í röð til að tékka inn og hvað haldiði skemmtilegt, það var seinkun á fluginu mínu, fyrst til klukkan 18 en endaði að við flugum kl 20, ég get lofað ykkur því að 8 klukkutímar á Kastrup er ekki mín uppáhaldstímaeyðsla. En þetta hafðist allt að lokum ég komst heim og er búin að njóta þess að vera til. Skellti mér í kvennahlaupið og hljóp 5 km, ætla í Slakka í dag með ormana mína (hlakka ekkert smá til) og borða góðan mat, er eitthvað betra en mömmumatur.
Jæja Rúna er að koma að sækja mig, við ætlum að kíkja smá stund í bæinn
Anna Dóra
p.s. er ekki málið að fjölmenna á landsleikinn á laugardaginn og styðja við bakið á strákunum okkar. Svíagrýlan fallin, þvílíkt glæstur sigur sem við unnum sl sunnudag, nú er bara að endurtaka leikinn.
Áfram ísland

No comments: