HINIR UMHVERFISVÆNU SVÍAR = DREPFYNDIÐ
Jú öll vitum við hversu umhverfisvænir (miljövänliga) frændur okkar Svíarnir eru en það sem ég las í blöðunum um helgina slær eiginlega botninn úr tunnunni. Það er ólöglegt að þrífa bílinn sinn heima á planinu, þetta er einhver ný umhverfisstefna þar sem hætta er á að eiturefnin í sápunni og tjöruhreinsinum blandist grunnvatninu besta er að þrífa bílinn á þesstilgerðum þvottaplönum (sem hafa væntanlega eigið afrennsli) eða á bílaþvottastöð. Ef þú endilega vilt þrífa bílinn heima skal það gerast á malar- eða grasbletti þar sem er minni hætta á að óhreina sápublandaða vatnið blandist grunnvatninu!!! Sektir við umhverfisbrotum geta verið frá nokkrum mánuðum til 2 árum í fangelsi. Þeir pólitíkusar sem stóðu á bak við þessa frétt viðurkenndu nú að það væri mjög erfitt að fylgja þessu eftir þar sem það væri nú ekki hægt að fylgjast með öllum í einu (döööö) =)
Jæja bið að heilsa frá þessu umhverfisvæna landi
Anna Dóra, laus við þessar áhyggjur í bili
No comments:
Post a Comment