Thursday, February 24, 2005

Risin úr rekkju og farin að vinna

Jú jú tók ekki nema viku að hrista af sér flensuna, mætti tvíefld í vinnuna í morgun þ.e. ef þið kallið löðursveitt eftir 10 mín göngu tvíefld. Nei nei annars gekk dagurinn barasta mjög vel, bara 2 sjúklingar og svo námskeið eftir hádegið er hægt að biðja um betri fyrsta dag eftir flensu, nei ég held barasta ekki.
Annars er allt á kafi í snjó hérna hjá okkur, ótrúlegt en satt þá er snjórinn búinn að sitja í rúmar 2 vikur, gerist ekki oft hérna enda Svíarnir alveg í vandræðum með að keyra bílana sína í svona ófærð =)
Á í vandræðum með msn-ið hjá mér, þeir barasta vilja ekki skrá mig inn þannig að ég hef ekki verið online síðan ég veit ekki hvenær, vona að mér verði fyrirgefið, smá tæknileg vandræði sem ég er að reyna að yfirstíga.
Gerði annars hrikalega uppgötvun í dag, hef bara næstu viku með handleiðaranum mínum og svo er barasta vesgú og spís að standa á eigin fótum engar hækjur eða hjálpargögn nei nei auðvitað er maður aldrei einn það er bara eitt stórt skref sem skilur mig frá hinum svæfingahjúkkunum.
Kramiz
Anna Dóra

No comments: