Halló halló
Hvað er það besta við að fá útborgað- jú mikið rétt að eyða peningunum. Fór í dag með Huldu og Guðrúnu í MIO sem er húsgagnaverslun hérna rétt hjá og viti menn mér tókst að eyða nokkrum þúsundköllum, keypti mér nýjan sófa, svaðalega fínan hornsófa sem er blásvartur, set kannski mynd af honum hérna þegar ég verð búin að fá hann.
Annars er allt það besta að frétta héðan úr snjónum í Karlskrona, Svíarnir eru nú reyndar alveg að gefast upp á snjónum og farnir að lengja eftir vorinu- eins og við öll held ég barasta. Annars eru bókaútsölur í fullum gangi núna og ég keypti 2 bækur sem heita því skemmtilega nafni dassboken, salernisbókin á góðri íslensku, þetta eru svona litlar bækur með stuttum skemmtisögum gerðar til að hafa á salerninu svo fólk geti stytt sér stundir við að gera stykkin sín =) Maggi minn ég er semsagt búin að kaupa lestrarefni svo þú getir æft þig í sænskunni næst þegar þú kemur í heimsókn c",)
Jæja best að fara og elda mér mat svo ég verði búin að borða þegar melodifestivalen byrjar í kvöld, 3ja undankeppni fyrir evróvisíón
Det gör ont .........
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment