Friday, October 14, 2005

VELKOMIN Á EIGHTIES NOSTALGIU!!

Var að lesa aftonbladet nú í vikunni og þar var einmitt grein um áttunda áratuginn og hvernig allt sé að koma aftur. Ég ætla að telja upp nokkur atriði og endilega látið mig vita hvort þið munið eftir þessu og ef ykkur dettur eitthvað meira skemmtilegt í hug:-)
Sjónvarpsefni: Dallas, Miami Vice, Cosby. Tónlistin: Michael Jackson með Billy Jean og Thriller, Madonna með Like a virgin. Bíó: Fatal attraction, ET, A fish called Wanda. Föt: Legghlífar, steinþvegnar gallabuxur, axlapúðar, neon litir. Accessories: Sítt að aftan, vafflað hár, varasalvar með bragði, túberað hár og tonn af hársprayi, og síðast en ekki síst Jane Hellen sjampó og hárnæring, í þríhyrndum flöskum og hálft andlit á hvoru, málið var að eiga bæði til að leggja þau saman=)

Já stundum er ótrúlega gaman að lesa blöðin. Ég fékk þetta líka deja vú með Jane Hellen, flash back í skólasund og leikfimi ég held barasta að við höfum flestar verið með þetta.
Annars er allt gott hér, svo mikil þoka í dag að rétt sér á milli herbergja, vona bara að ég rati í vinnuna á eftir.
En nóg masað, deigið að klára að hefast, best að skella sér í brauðbaksturinn og súpugerðina, ekki vill maður svelta í dag frekar en aðra daga.

puss puss
Anna Dóra

No comments: