Tuesday, October 18, 2005

Fékk að vita í dag að þar til búið er að fara i gegnum mönnun og slíkt að ég fékk áframhaldandi ráðningu út janúar alveg heilan mánuð- Jey. Annars er svo gaman í vinnunni þessa dagana. Það kom upp sýking á gjörgæslunni hérna (MÓSI fyrir ykkur sem þekkja til) þannig að það er frekar lítið að gera hjá okkur bara nauðsynlegar aðgerðir. Í dag fór ég með 2 öðrum svæfingahjúkkum út í klukkutíma göngutúr, við eigum rétt á svokallaðri friskvård 1 klst á viku ef starfsemin leyfir og megum þá fara út að labba eða í ræktina á spítalanum og þar sem nær engin starfsemi var eftir hádegi ákváðum við að skella okkur út í góða veðrið.

Styttist óðum í partýið góða, síðasti fundur skemmtinefndar á morgun það verður spennandi að sjá hvað verður.......
Þá er komið að hamingjuóskunum: Til hamingju með litla prinsinn Ásdís, og svo má nú ekki gleyma henni Ninnu Rós en hún varð 7 ára síðasta föstudag, stóra stelpan í vinahópnum.

bið að heilsa í bili
Anna Dóra

No comments: