Friday, April 30, 2004

Í dag er Valborgarmessa og í kvöld munu Svíar safnast saman við brennur, syngja vorsöngva, grilla og fagna komu vorsins. Ætli þetta sé ekki svona svipað og sumardagurinn fyrsti hjá okkur, annars fannst Svíunum frekar fyndið að það væri fyrirfram ákveðið þetta með sumardaginn fyrsta......
Vaknaði upp við áminningu um hvað tíminn er fljótur að líða, í dag er ár síðan ég hætti að vinna á LSH, frekar ótrúlegt mér finnst næstum því eins og þetta hafi verið í gær og ég er næstum búin að vera hér í HEILT ÁR.
Eldheitar kveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
P.s. Til hamingju með afmælið Kalli kóngur, aldrei að vita að maður heyri þegar hleypt verði af 21 byssuskoti þér til heiðurs í hádeginu

No comments: