Saturday, September 24, 2005

Update....

Haustið virðist vera byrjað að skríða inn, dimmmt á morgnana þegar ég vakna, bara 10°C þegar ég labba í vinnuna á morgnana og lokaðir skór og sokkar komnir í stað sandalanna. Engu að síður hlýjar sólin okkur ennþá yfir miðjan daginn, hitastigið nær allt að 20°C ekki slæmt miðað við kuldakastið sem virðist skekja Íslendinga í augnablikinu.
Af mér er það helst að frétta að ég er að skipuleggja vinnupartý fyrir okkur á skurðstofunni og gjörgæslunni. Þemað verður vilta vestrið. Við sem erum í skemmtinefndinni ætlum allar að vera eins klæddar og þori ég ekki að uppljóstra klæðnaðnum eins og stendur vegna tryggra lesenda úr hópi vinnufélaganna:-)en það er aldrei að vita nema ég setji inn mynd af sjálfri mér eftir partýið, fylgist spennt með, djammið verður aðaldag ársins 21. október =)Mamma og Rúna eru einmitt í dag að vinna í búningamálum fyrir mig, thank you girls
Ætla einnig að leyfa ungum Svíum (níunda og tíunda bekk) að njóta leikhæfileika minna 3-5. okt. Það er einhvers konar kynning á atvinnulífinu og við verðum nokkur spítalafólk sem setjum á svið leikþátt um konu sem veikist svona aðeins til að kynna okkur og gefa þeim innsýn í lífið á spítalanum, held að þetta geti verið gaman. Lét vinkonu mína sem er PR-hjúkka plata mig í þetta.
Ef einhvern langar svo á nostalgíu fortíðartripp get ég bent ykkur á að skoða gamlar íslenskar auglýsingar á kvikmynd.is hver man ekki eftir Hófí þegar hún gengur um götur Reykjavíkur og safnar með sér fólki í REYKLAUSA LIÐIÐ (var ekki málið reyklaust Ísland árið 2000!!) og Jón Páll að hvetja krakka til að drekka Svala svo fá dæmi séu nefnd. Versta er eiginlega að ég man vel eftir þessum auglýsingum og fannst þær ábyggilega ekkert smá flottar á sínum tíma=)
Jæja þetta er orðið ansi langt hjá mér
Bless í bili
Anna Dóra skemmtanaglaða

No comments: