Komin heim :-(
Allt var svo æðislegt og ég er búin að skemmta mér svo vel síðasta mánuðinn að ég vildi ekki fara heim. Hlýtt, sól, sandur, vingjarnlegt fólk og ein besta vinkona mín. Við skildum við hvor aðra í tárum á flugvellinum í Sydney á fimmtudaginn, kannski ekki skrýtið eftir að hafa verið svo nánar í heilan mánuð. Ætla nú ekki að telja upp allt sem við gerðum hérna, það yrði allt of langt get bara sagt ykkur að ég á eftir að fara aftur til Ástralíu, myndi gjarnan vilja búa þar ef það væri ekki svo langt til Íslands. Annars er fólkið sem ég kynntist í þessarri ferð með ofurtrú á Íslandi núna, enginn trúði því að ég væri að verða 29 ára, meðalaldur minn í þessarri ferð var 23-24 ár, allir segja að það hljóti að vera allur fiskurinn sem við borðum á Íslandi:-) Svo þegar ég sagðist vera Íslendingur fékk ég svör eins og vá ég hef aldrei hitt neinn frá Íslandi áður eða vá ert þú þessi sérstaka...... já hvað á maður að gera við svona útlendinga annað en grín að þeim. Það mesta af ferðasögunni er á resedagboken, svo er ég með um 1000 myndir þannig að ég efast stórlega um að ég setji þær á netið, kem með þær heim næst þegar ég kem. Strax farin að vorkenna ykkur sem eigið eftir að hlusta á mig segja frá öllu og sýna allar myndirnar en þið verðið bara að þola það.
hugs
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment