Friday, October 31, 2003
Í gær gerði ég eitt af því sænskasta sem ég hef gert síðan ég kom hingað. Ég fór í rútuferð með vinnufélögum til Helsingör í Danmörku að versla, ég ákvað að fara með bara upp á spaugið svona til að sjá hvað það er sem Svíarnir eru virkilega að sækjast eftir ég var nefnilega búin að heyra að Svíar flykktust til Danmerkur og Þýskalands til að kaupa ódýrara áfengi og hvað var það sem fór í innkaupakerrurnar ÁFENGI og aftur ÁFENGI það voru langar raðir af fólki í búðinni sem var að kaupa létt og sterkt vín og við erum að tala um yfirfullar innkaupakerrur, fólk tekur ferðatöskurnar með sér til að bera allt áfengið í tilbaka. Annars var þetta mjög skemmtilegt rútan lagði af stað rétt fyrir sjö og allir rosaglaðir og staupa sig aðeins í rútunni, svo var komið í ferjuna og þar sem ferðin tekur aðeins 22 mín hljóp helmingurinn að skipta pening yfir í danskt meðan hinir fóru í kaffiteríuna til að kaupa bjór til að drekka á leiðinni af því að maður hefur ekki tíma fyrir bæði. Svo fannst mér alveg brálæðislega fyndið að í fríhöfninnu um borð má bara kaupa áfengi meðan maður er í danskri landhelgi og tóbak meðan maður er í sænskri landhelgi þannig að eftir 11 mín hringir klukka og þá lokar á annað og hitt opnar eftir því á hvorri leiðinni maður er. Verst við svona rútuferð er hvað tíminn er naumur, við komum í verslunina rétt fyrir 11 og höfðum tíma til 12:45 og fólk var að deyja úr stressi hvort það myndi örugglega ná að versla því ég veit ekki hvað það voru margar rútur frá Svíþjóð allar í sama tilgangi. Síðan er farið inn í miðbæinn og fengið sér að borða og svo er haldið áfram að skoða í búðir og reyna að versla meira til kl 3 og þá er haldið til baka. Ég var komin heim rúmlega átta og gjörsamlega búin eftir daginn og þá aðallega alla setuna í rútunni. En þetta var mjög skemmtilegur dagur engu að síður og allir ákváðu að þessi hópur færi saman til Mallorca í viku í maí, ég þarf nú að sjá til með það þar sem ég veit ekki hvað ég er að gera í maí 2004.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment