Tuesday, October 28, 2003

Nú er að koma vetur, hitastigið rétt slefar í núllinu og það er dimmt mjög dimmt strax uppúr kl 5 og á einhvern óskiljanlegan hátt virðist vera meira myrkur hér en heima, ég veit ekki en þetta setur smá svona útlandafíling á þetta allt saman? Mér finnst ég nefnilega ekki beint vera í útlöndum eins skrýtið og það hljómar ég er stöðugt að rekast á fólk sem ég þekki heima, t.d. rakst ég á konu sem var skuggalega lík tengdamóðir Rúnu í einni versluninni en eins og ég hef alltaf sagt þá eigum við öll tvífara einhversstaðar þarna úti. Um daginn var ég svo í strætó og það gengu 2 konur frekar líkar í útliti og á svipuðu reki framhjá vagninum og veifuðu bílstjóranum og hættu ekki fyrr en hann tók eftir þeim, ósjálfrátt datt mér í hug systurnar sem voru alltaf á Hlemmi og veifuðu öllum strætisvögnum sem óku framhjá þeim- ætli þær séu ennþá að þessu?
Í dag var ég kölluð fyrir til Spítalahjúkkunnar ég átti að mæta í viðtal og fékk sömu viðbrögð frá hjúkkunni eins og svo mörgum öðrum hérna, Jónasdóttir ertu Íslendingur? Hvernig stendur á því að þú komst til nafla alheimsins Karlskrona? En ég svaraði honum eins og öllum öðrum að mig langaði að prófa eitthvað nýtt og skellti mér því út í heim til að standa á eigin fótum. Svíarnir eru nebbnilega svo heimakærir að þeir myndu aldrei láta sér detta í hug að pakka saman föggum sínum og flytja til annars lands, hvað þá einir eins og ég gerði.
Mér finnst frekar skrýtið að sitja svona fyrir framan tölvuna og skrifa niður hugsanir mínar, mér finnst ég eins og hálfgerð Carrie í Sex and the City nema hvað mínar hugsanir snúast ekki eingöngu um kynlíf!!!
Jæja ég held ég sé að verða búin að bulla nóg í bili.
hej då

No comments: