Tuesday, November 23, 2004

Ímyndið ykkur þetta og hugsið hvað er að?

Hversu langt eigum við eiginlega eftir að ganga með þessu svokallaða raunveruleikasjónvarpi? Piparsveinninn, piparjúnkan, ást eða peningar, survivor, robinson, farmen, hver vill giftast pabba mínum og ég veit ekki hvað. Núna það nýjasta gay or straight. Ung og hugguleg (nema hvað) dama ein með 14 karlmönnum, helmingur þeirra er samkynhneigður, allir eru þeir að keppa um ástir hennar, ef hún velur homma fær hann miljón dollara ef hún velur "rétt" fær hún peninginn HJÁLP hvað er að!!! Mér finnst reyndar ágætis framtak hjá einni sjónvarpsstöðinni hérna sem er að gera grín að þessum þáttum í formi jóladagatals. Í fyrra var það jólasveinninn á loftinu, 24 einstaklingar sem lifðu á möndlugraut og sælgæti og einn kosinn út á hverjum degi. Núna hver verður frú Sveinki 24 stúlkukindur að keppa um ástir Sveinka og byrjar 1.des ég er svo þreytt á þessu raunveruleika sjónvarpi að ég hugsa að ég bara kveðji að sinni.
Anna Dóra ekki næsta frú Sveinki
:-)

No comments: