Tuesday, November 02, 2004

Veit ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því en ég þekki hinn sænska Martein Mosdal. Aðalkennarinn í skólanum hann Sten aka Marteinn er svolítið einráður og það er hans leið eða engin leið sem er málið. Svo ég fái útrás á ykkur hinum líka þá stóð í stundaskránni að á planinu væri frí í viku 52 og svo setur hann prófin í byrjun viku 52 (20. og 21. des) ég benti nú kurteislega á að skv stundaskrá væri nú frí en fékk þá bara tilbaka að það væri bara á planinu það væri ekkert ákveðið og svo hlustaði hann ekki einu sinni þegar ég sagði að ég hefði pantað flugmiða heim um jólin eftir að ég hefði talað við hann og sem betur fer væri það 22. des þá bara hlær fíflið og segir mér að fara heim og leika við jólasveina og baða í heitu hverunum :-S þá gekk ég í burtu því annars hefði ég bæði sagt og gert eitthvað sem ég hefði séð eftir síðar. Það sem var verst við þessa prófdaga var að Maggi ætlaði að koma til mín þann 17. des, við ætluðum að jólaskapast hér í Karlskrona og Köben og fljúga svo saman heim, þannig að Maggi ákvað að breyta sínum miða og kemur til mín í janúar, líklegast þegar ég útskrifast og verður stuðningsfulltrúi frá fjölskyldunni á þessum "stóra gleðidegi", besta að losna við kennarann og óskipulagið sem virðist fylgja honum og þar af leiðandi náminu!!!
Jæja best að byrja á næsta verkefni
Anna Dora föst á Stensleið hinni "einu réttu"

No comments: