Á morgun gerist það.......
Síðasti skóladagurinn og ég get farið að kalla sjálfa mig svæfingahjúkku ótrúlegt en satt þá er árið liðið og ég er nýkomin heim frá síðasta skóladeginum mínum vonandi það sem eftir er!!!
Á morgun förum við svo saman úr að borða hópurinn, mér finnst nú reyndar svolítið sorglegt að hætta í skólanum því við erum öll að fara hvert í sína áttina og ég og Guðrún erum þær einu sem verðum að vinna hér í Karlskrona en svona er víst lífið. Eftir að ég hef kvatt fólkið á morgun kemur Maggi bróðir og við ætlum að slaka á í viku áður en alvara lífsins tekur við, jú ég þarf víst að byrja að vinna fyrir mér eins og svo margur annar. 19. janúar verður fyrsti vinnudagurinn (af mörgum) og ég er bæði spennt að takast á við þennan nýja kafla í lífi mínu sem svæfingahjúkka en einnig liggur pínu ótti þarna á bakvið- nú er að duga eða dr......
Einu langar mig að deila með ykkur; ég var skotin niður í skólanum í dag, ég var nefnilega ósammála kennaranum í umræðum sem við áttum og sagðist vera Egóisti því mér finnst ég svolítið sjálfsmiðuð en þá var bara baulað úr öllum hornum að ég væri nú ein af þeim minnst sjálfsmiðuðu manneskjum sem þau hefðu hitt og öll mín framkoma benti á allt annað en egóista, það er þó eitthvað jákvætt við mig!!!
kveðja
Anna Dóra svæfingarhjúkrunarfræðingur (þvílíkur tungubrjótur)
No comments:
Post a Comment