Wednesday, January 05, 2005

Ótrúlegt en satt þá á ég bara 3 daga eftir í skólanum og síðasta daginn ætlum við bara út að borða saman, ekkert smá spennandi.
Annars er allt við það sama hér, allt í góðu gengi, á bara eftir að kynna eitt verkefni búin að ná öllu öðru.
En svo styttist í að Maggi bróðir komi bara vika í kappann. Hann ætlar að vera í viku hjá mér og ég get sagt ykkur það strax að lífinu verður tekið létt, ætlum reyndar að kíkja út á lífið í tilefni skólaslita minna að sjálfsögðu setjum við það mikinn svip á bæinn að um annað verður ekki rætt næstu árin =)
Annars eignaðust Íris og Kalli strák á gamlársdag, innilega til hamingju
Kveðja í bili
Anna Dóra
P.s ætla að setja inn myndir úr jólafríinu mínu við tækifæri, kannski í kvöld, kannski á morgun

No comments: