Friday, December 31, 2004

Nú er enn eitt árið að verða liðið- ótrúlegt hvað þetta líður hratt.
Ætla að deila með ykkur stjörnuspánni minni fyrir árið 2005, það verður gaman að sjá hversu mikið er til í því sem stjörnuspekingarnir segja
Það var stundum eins og þú værir í rússíbanaferð á árinu sem er að líða. Stundum var eins og verið væri að sjóða þig í olíu en einnig eins og hunangi væri dreypt yfir þig. Tilgangurinn hefur örugglega verið sá að láta þig komast að því að enginn verður óbarinn biskup. Reiknaðu með að upphaf komandi árs verði í svipuðum dúr. Heilsan mun batna verulega á árinu sem er að ganga í garð og efnahagurinn mun verða góður eins og áður. Ástarmálin voru í nokkurri kyrrstöðu á árinu en nú virðast mikilvægar breytingar vera í aðsigi. Þú munt verða látin axla meiri ábyrgð í vinnunni. En þótt þú verðir metnaðarfull mestan hluta ársins meturðu tillfinningajafnvægið meira en árangur í starfi.
Þar hef ég það, vona nú að þetta með ástarmálin rætist einnig að efnahagurinn verði góður en er hægt annað þegar maður hefur verið í námi og er að byrja að vinna aftur=)
Gleðilegt ár
Anna Dóra

No comments: