Monday, December 06, 2004

Það versta við að vera í skóla er að þurfa að fara í próf!!

Nú styttist óðum í prófin bara 2 vikur og Anna Dóra er farin að finna fyrir spennu og kvíða eins og vanalega. Versta er að allir í vinnunni eru svo rólegir segja mér að reyna að slaka á því prófin gangi oftast vel. Ég hef náttúrulega ofurtrú á sjálfri mér og veit að ég næ prófunum en engu að síður læðist stressið aftanað manni eins og lúmskur draugur.

Annars var ferðin upp til Växjö æðisleg þið vitið ekki hvað það er gaman að fara í svona stórar dótabúðir, ég yngist um 25 ár og langar í allt sem í boði er (þið getið rétt ímyndað ykkur hvað púkinn minn á eftir að græða á þessarri ferð) ég gjörsamlega gleymi stað og stund. Svo áttu þeir líka smá snjóleifar þarna uppi sem ég prófaði aðeins að trampa í, hér hefur bara verið smá slydda enginn snjór :-(

16 dagar í heimkomu, Anna Dóra


No comments: