Gleðileg Jól allir saman.
Takk fyrir allar jólakveðjurnar og gjafirnar ég ætla nú ekki að fara að telja upp það sem ég fékk en það kom sér allt mjög vel. Ég komst að lokum heim, var frekar smeyk við veðurspána en það var búist við óveðri í suður-Svíþjóð sem varð ekki svo mikið úr. Svo þegar ég var sest upp í vélina ánægð með lífið bara 3 klst í heimkomuna fékk ég blauta tusku í andlitið, áætlaður flugtími 3 klst og 45 mín vegna gífurlegs mótvinds, þetta voru með lengri 45 mín sem ég hef upplifað. En ég var nú reyndar fljót að gleyma þeim þegar ég sá hver kom og sótti mig, haldiði ekki að Rúna og Halldór Óskar hafi komið með Magga að sækja mig. Á Þorláksmessu vék drengurinn ekki frá mér, hann var svo glaður að besta frænkan væri komin heim.
Jólakveðja úr frostinu á Íslandi, ekki nema -12 þegar ég kom en hlýnandi bara -4 í dag.
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment