Ég er ekkert smá heppin
Var í dag á brjóstholsskurðdeildinni, var aðeins að fá að fylgjast með hvernig svæfingin er hjá þeim því þau vinna öðruvísi en við og ég fékk barasta að sjá meirihlutann af því sem þau gera. Ég sá þá skipta um hjartaloku, gera hjáveituaðerð á hjarta og leggja inn gangráð. Enda átti starfsfólkið ekki til orð yfir hvað ég hefði verið heppin. Á morgun fer ég svo með Guðrúnu og Eiríki upp til Växjö þar sem við ætlum að gleyma okkur í dótabúð kannski að við kaupum einhverjar jólagjafir ef við munum eftir því (ég er ansi hrædd um að mig eigi eftir að langa að kaupa allt sem ég sé eða að minnsta kosti prófa það) :Þ Svo verður lokadjamm fyrir próf um kvöldið, jólapartý lyfjasviðs ég efast nú um að ég endurtaki leikinn frá því í fyrra og syngi fyrir þau á íslensku en aldrei að vita hvað verður!!! Jæja er að hugsa um að læra smávegis eða á ég bara að slaka aðeins á hmmmm Anna Dóra |
Thursday, December 02, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment