Hvað er að okkur konum? Fór í gær í bíó að sjá vinkonu okkar allra Bridget Jones sem var hin ágætasta skemmtun. Á leiðinni heim vorum við einmitt að tala um að það sorglega við þessa mynd er að það leynist lítil Bridget í öllu kvenfólki, eitt á ég til dæmis sameiginlegt með Bridget og það er "very bad hairday" allt árið =) Annað sem við vorum að velta okkur uppúr er af hverju föllum við alltaf fyrir Daniel Cleaver týpunum þegar við þráum að hitta Mr. Darcy. Smá vangaveltur um lífið og tilveruna hér í Karlskrona. Annars er bara rúm vika í prófin =( og lokadómur um frammistöðu mína í verknáminu fellur næsta miðvikudag=S þannig að það er eins gott að fara að snúa sér að bókunum og hugsa fallega til handleiðaranna. Þetta er Anna Jones á barmi örvæntingar |
Saturday, December 11, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment