Í gær.....
Hjóluðu pabbi og Maggi með Eggerti síðasta áfangann í hringferð hans um landið... Ég er STOLT af þeim
Komu nokkrir langþráðir rigningardropar í Karlskrona
Brutu þrumur himininn og hreinsuðu loftið
Blésu kaldari vindar hér
Í dag.....
Er ég úthvíld eftir að hafa sofið heila nótt án þess að vakna kafnandi úr hita, fyrsta skiptið í 3 vikur
Er ennþá skýjað og gott loft úti
Eru 2 dagar þangað til Maggi kemur
Annars er allt gott að frétta héðan, keyrði til Köben á fimmtudaginn og sótti Guðrúnu, Eirík og Guðfinnu. Ákvað að skella mér í matvöruverslun og kaupa smá vín meðan ég beið eftir þeim og villtist endalaust um götur Kaupmannahafnar, þetta gerði mig ennþá ákveðnari í því að vilja ekki keyra í þar þegar ég gisti eina nótt þegar ég fer að hitta fjölskylduna, NEI það verður fundið bílastæði og bíllinn geymdur þar í öruggri fjarlægð frá einstefnugötum og akgreinum ætluðum strætisvögnum ekki utangátta ferðamönnum.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra sem á einstaklega auðvelt með að villast og keyra vitlaust í Köben
c",)
No comments:
Post a Comment