Saturday, July 09, 2005

Sól sól skín á mig..............

Lífið er ljúft, eyddi gærdeginum með Jessicu á ströndinni, legið í sólbaði, kælt sig í vatninu. Rúna við förum pottþétt á þessa strönd þegar þið komið til mín, hún er svo vel búin að þar eru stór tré þannig að maður getur setið í skugga með litla pottorma ef maður vill=) Fórum svo í gærkvöldi með Caroline inn til Ronneby á Tosia Bonndager dæmigerður markaður en gaman engu að síður. Ég og Jessica skelltum okkur í tvö tívolítæki og ég veit ekki hvort þetta sé aldurinn eða eitthvað annað en maginn fór ansi skemmtilega á hvolf og manni var hálf óglatt og leið eins og eftir nokkra bjóra að ferðunum loknum- þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var "gaman" að vita að maður ætti eftir að keyra svo heim!! Stefnan er tekin á Ronneby aftur annaðkvöld í þetta skipti á tónleika Lars Winnerbäck held hann sé nokkurs konar Bubbi hér í Svíþjóð hann er alla vega góður, stendur einn á sviðinu með gítarinn sinn.
Jæja spurning um að skella sér út í góða veðrið, klukkan er 11 og ekki nema 25°C í skugganum I love it
Kram
Anna Dóra I'm loving it

No comments: