Sunday, November 13, 2005

Ég er óörugg, af hverju, jú var að lesa í blöðunum að spítalinn ætli að spara 50 millur á næstu árum og þar af 30 í starfsmannakostnaði. Á sama tíma er spítalinn að lofa betri þjónustu! Er einhver annar sem sér einhvern galla á því sem þeir segja. Hmmm fækkum starfsfólki en bjóðum samt betri þjónustu, nei ég held þeir séu ekki alveg sjálfum sér samkvæmir þarna. Ég er með ráðningu til 16. jan. og hef ekki hugmynd um hvað gerist eftir það, það er bara að krossleggja fingurna og vona að þeir vilji ekki missa mig =)Mér skilst svo sem að það eigi ekki að segja fólki upp, það eru alltaf einhverjir að fara á eftirlaun en ef ég skil þetta rétt þá á ekki að ráða inn nýtt fólk garg hvað þetta er vitlaust allt saman. Ef það er einhvern tíma sem maður þarf að vinna þá er það um leið og maður lýkur sinni menntun þ.e. ef maður vill nýta sér það sem maður kann!!
En að öðru "skemmtilegu" sundmótið er á morgun þannig að um það bil um kvöldmatarleytið á morgun langar mig að biðja ykkur að hugsa fallega til mín og senda mér sundstrauma. Er að fara í sund á eftir og vona að ég fái að vita meira um mótið á morgun. Ekki laust við að núna sé svolítill svona "ertu biluð manneskja að ætla að keppa í sundi" fiðringur í manni, ég er greinilega meiri keppnismanneskja en ég hélt. Held ég sé líka að fatta hvað það er sem ég geri vitlaust þegar ég er að synda skriðsund, mér finnst ég drekka hálfa laugina og á erfitt með öndunina. Málið er að ég er alltaf að flýta mér (já ég veit Anna Dóra að flýta sér hahahahaha) því þegar ég hef tekið því rólega þá gengur mikið betur og ég syndi barasta ágætis skriðsund. Jamm þarf svona aðeins að athuga þetta betur.

Styttist í jólafrí
Karlskrona kveður í bili
Anna Dóra

No comments: