TÓNLEIKARNIR VORU MEIRIHÁTTAR
Ég á bara til eitt orð til að lýsa tónleikunum VÁ. Ég verð nú líka að segja að ég dáist að þeim Sálarmeðlimum hvað þeir eru í góðu formi, hoppandi og gargandi svona í marga klst þetta hlýtur að reyna á þá (þeir eru ekki alveg 20 lengur). Ótrúlega gaman að vera með hinum 1200 Íslendingunum sem fengu miða þvílíkur stemmari og allir sungu með. Hélt að þakið myndi rifna af húsinu þegar þeir sungu sódóma. Skemmtilegast var þó að rekast á fólk sem ég hef ekki séð ógeðslega lengi barasta í mörg ár. Eftir tónleikana keyrði ég og Hrafnhildur svo heim og það var ekki auðvelt, báðar hundþreyttar enda var talað og sungið alla leiðina heim. Við vorum komnar heim um 7 leytið þannig að ég fékk nokkrar klst svefn áður en ég mætti í vinnuna kl 14 en þreytan var gjörsamlega þess virði.
Er að hugsa um að skella nýja Sálardisknum mínum í tækið og halda áfram að taka til hérna.
bless í bili
Anna Dóra, undir sálar áhrifum
No comments:
Post a Comment