Monday, March 06, 2006
Winter wonderland
Þetta útsýni hef ég haft síðan ég kom heim eftir jólafrí. Í morgun var ekki nema -12°C þegar ég labbaði í vinnuna og -3°C þegar ég labbaði heim. Samkvæmt veðurfræðingunum á þetta vetrarveður að haldast í ca viku til 10 daga og svo á að byrja að vora. Jibbý segi ég bara, orðin frekar þreytt á þessu. Sé í rauninni mest eftir að hafa barasta ekki keypt mér gönguskíði í janúar, orðið full seint núna. Ég held í vonina að það fari að vora bráðum, styttist í að Rúna komi og mig langar að geta verið úti með gormunum mínum, ekki það að Halldór myndi kvarta undan snjónum en alltaf skemmtilegra ef það er ekki ofkalt.
Bless í bili
Anna Dóra
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment