SALTKJÖT OG BAUNIR TÚKALL.....
Ef þið bara vissuð hvað mig langar mikið í saltkjöt og hnausþykka baunasúpu eins og amma gerði alltaf, er ég viss um að þið mynduð senda það svo hratt með DHL til mín að það myndi ekki ná að kólna =) Í dag er bolludagur þeirra Svía þannig að ætli ég geri mér ekki bara eina semlu að góðu í staðinn fyrir saltkjötið og bollurnar í gær. Sænsku bollurnar (semla) eru nefnilega gerbollur (eins og mér finnst best) en í staðinn fyrir sultu og rjóma er möndlumassi og rjómi í miðjunni og flórsykur ofaná þeim. Þetta er gott, ég lofa, meira að segja Maggi borðar þetta.....
Á morgun er svo öskudagur, sjálf er ég að hugsa um að vera svæfingahjúkka en drengirnir mínir toppa mig verða stór og lítill Superman, hvað ætlar þú að vera á öskudaginn?
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment