Nú eru allar línur lagðar fyrir heimsókn í borgina við Eyrarsund. Mamma er að fara eins og ég var búin að segja ykkur í vinnuferð til Köben sem varar svo yfir helgina 17-19. feb. Hún kemur út á miðvikudeginum og ég fer svo niður á föstudeginum eftir vinnu nema ég geti fengið frí þá fer ég niður á fimmtudeginum eftir vinnu. Vitið þið hvað verður það besta við ferðina. Pabbi og Rúna koma með henni=) Við höfum nú barasta ekki verið 4 saman á ferðalagi frá því að áður en Maggi fæddist (alls ekki illa meint Maggi). Þetta verður æðislegt, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hlakka til, bara 2 vikur þangað til.
Ætla að vígja spilið sem ég fékk í jólagjöf í kvöld, jú það verður tekið drykkjulúdó í kvöld, hvernig það endar þori ég ekki að segja til um, hvort við komumst niður í bæ á eftir þori ég ekki heldur að segja neitt til um, efast ekki um sjálfa mig bara félagsskapinn sem virðist einhvern veginn alltaf kenna mér um þegar hann drekkur of mikið. Ég veit svosem að það er ágætt að geta kennt einhverjum um en af hverju ÍSLENDINGNUM?
Skemmtilegt að skella sér út á lífið á Þorrablótstímum, reyndar verður ekki þorramatur á mínum borðum í kvöld, nei pizzan verður látin duga, en ég skal skála þeim mun oftar fyrir ykkur sem sitjið sveitt yfir hákarlinum.
Best að skella sér í búðina og ná sér í bland...............
No comments:
Post a Comment