Ég átti frábæra helgi í Kaupmannahöfn, hvað gerðir þú?
Það er svo gaman að gera eitthvað nýtt... Var í Köben um helgina með mömmu, pabba og Rúnu systir og okkur systrunum var boðið út að borða á staði sem við höfum ekki prófað áður. Prófuðum Hereford House, barasta hrikalegasta steik sem ég hafði smakkað þar til á laugardeginum þegar við borðuðum á det lille Apoteket elsta veitingastað Kaupmannahafnar þar sem ekki ófrægari maður en H.C. Andersen var fastagestur, og að sjálfsögðu gerðu Fjölnismenn sér matinn að góðu þar eins og þeir gerðu ölinu góð skil á Hviids vinstue þar er meira að segja mynd af þeim á veggnum. Báðir staðirnir eru gamlir og margt upprunalegt þar. Skelltum okkur líka á Heimsmetasafn Guinness á strikinu. Úff mér finnst ég vera farin að hljóma eins og versta ferðamálakynning fyrir Kaupmannahöfn. Þið vitið hvernig það er að maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir, ég hitti 3 vini mína sem ég hef ekki hitt síðan ég flutti hingað og þeir til Köben, ekki slæmt það. Boðskapur bloggsins í dag heimsækið Kaupmannahöfn, etið, drekkið og verið glöð.....
kveðja
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment