Monday, November 20, 2006

Biðst afsökunar á því hversu sjaldan ég blogga núorðið, ekki svo mikið um að ske hjá mér.
Nema núna, ég er búin að fá fastráðningu við spítalann =) ekkert smá ánægð með það.
Fór á jólamarkað um síðustu helgi, keypti reyndar ekki mikið en smakkaði þeim mun meira af brauði, osti, pylsum og glænýjum brjóstsykri. Fór með 2 pæjum úr vinnunni, gaman að hittast fyrir utan vinnuna. Síðasta föstudag fór ég svo með vinnunni á hyttsill, þá borðar maður jólahlaðborð í húsinu sem þar sem þeir blása gler. Ótrúlegt hvað það lítur út fyrir að vera auðvelt en það er greinilega heilmikil vísindi á bakvið glerblástur. Á laugardaginn var ég svo boðin heim til Josefin og við borðuðum krabbakjöt. Þetta er sænsk hefð sem er venjulega snemma á haustin en þar sem ég var ekki heima í september og svo höfum við ekki átt helgarfrí samtímis fyrr en núna ákváðum við að slá til. Ég hef ekki borðað þetta áður, en vá hvað þetta var gott. Krabbinn (kräftan) er fyrst soðin og síðan látin liggja í dill og saltlegi áður en það er borið fram. Þarna sat ég, reif halann af þeim og át og smjattaði svo á klónum.
Kem heim um áramótin, verð heima í 10 daga. Reyndar ekki búin að kaupa miða, er enn að bíða eftir vinnuskýrslunni minni=(
Bið að heilsa í bili
Hugs
Anna Dóra

No comments: