Íslenskt overload....
Eiríkur er að læra að kafa, í gær var hann að kafa hérna í Karlskrona inni á herstöðinni. Þar sem það er alltaf svæfingahjúkka með þegar þeir æfa svona frítt uppstig, bað ég um að fá að vera með, og fékk það. Mér fannst þetta ekkert smá gaman, ímyndið ykkar bara að horfa á unga menn á sundskýlunni í 5 klst og fá borgað fyrir það=) Við erum nú þar af öryggisástæðum ef eitthvað skyldi koma uppá. Þegar þeir voru svo farnir fylgdist ég með þegar það var verið að meðhöndla einn sjúkling í háþrýstiklefanum, mjög spennandi og lærdómsríkur dagur. Hvað haldiði svo, mamma og pabbi ætla að koma í stutta og mjög óvænta heimsókn, koma á morgun og fara á þriðjudagsmorgun. Ég er náttúrulega búin að senda óskalista heim. Eiríkur kom nefnilega með jólaöl/appelsín og harðfisk, ég fór út að borða með strákunum á miðvikudagskvöldið og svo þegar ég kom heim var lyktin af harðfisknum svo ómótstæðileg að ég sat og smjattaði á harðfisk og sötraði jólaöl með. UMMMMMMM.... ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um það, hrikalega gott. Ég bað mömmu um að koma með meira jólaöl/appelsín.
Jæja ætla að fara að hringja og panta tíma fyrir dekkjaskipti, reyna að nota pabba meðan hann er hérna.
Kveðja úr frostinu í Karlskrona
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment