GLEÐILEG JÓL
Þá er aðfangadagur runninn upp, sólin skín hér í Karlskrona, ekki eitt einasta snjókorn í sjónmáli. Þið ættuð bara að vita hvað það er yndislegur ilmur hérna hjá mér, er að laga kvöldmatinn því ég ætla að eyða fyrstu sænsku jólunum mínum í faðmi vinnufélaganna=) Fer í hádeginu til Hrafnhildar í jólagraut áður en ég mæti í vinnuna kl 14. Haldiði ekki að hann Kertasníkir hafi fundið mig og fært mér eftirrétti Hagkaupa í skóinn, þessir jólasveinar eru ótrúlegir. Nei nú heyri ég að pottarnir kalla.
Hafið það gott um jólin, ég veit að ég ætla að gera það. Við ætlum að hittast Íslendingarnir hérna á annan í jólum og snæða hangikjöt, ég fæ vatn í munninn bara við tilhugsunina.
Hafið það gott um jólin, ég veit að ég ætla að gera það. Við ætlum að hittast Íslendingarnir hérna á annan í jólum og snæða hangikjöt, ég fæ vatn í munninn bara við tilhugsunina.
Jólakveðja
Anna Dóra
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment